Sögur úr æsku – skrifum á íslensku!


13:00 - 16:00
Alvar Aalto
Aðgangur ókeypis

Hvernig breyti ég minningum í lifandi sögur og ljóð?

Skapandi skrif fyrir fjöltyngt fólk og þau sem eru að læra íslensku. Þriggja klukkustunda námskeið með Maó Alheimsdóttur.

Maó Alheimsdóttir skrifar á íslensku þó að móðurmálið hennar sé pólska. Maó er höfundur skáldsögunnar „Veðufregnir og jarðarfarir“ en handrit hennar hlaut Nýræktarstyrk miðstöðvar íslenskra bókmennta. Fleiri verk eftir Maó birtust meðan annars í Tímariti Máls og Menningar, Ljóðabréfi Tunglsins og Pólífóníu af erlendum uppruna. Maó gerir líka gjörninga og hljóðverk. Hún er formaður „Ós Pressunar“, félagasamtaka rithöfunda og skálda í Reykjavík.

Námskeiðið er ókeypis og ætlað 12 ára og eldri og skráning fæst með því að senda póst á hrafnhildur@nordichouse.is .

Opnunartími og aðgengi: Barnabókasafn Norræna hússins er öllum opið, aðgengi fyrir hjólastóla er í með lyftu og þaðan í gegnum sýningarrýmið Hvelfingu. Aðgengilegt salerni og skiptiaðstaða er á aðalhæð hússins. Starfsfólk bókasafns veitir frekari upplýsingar og aðstoð sé hennar þörf. Opnunartími er ÞRI-SUN kl. 10:00-17:00. Aðgangur að bókasafninu og öllum viðburðum er ókeypis.