SÖGUSTUND Á SUNNUDEGI: Finnska og íslenska


11:30-12:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Öll fjölskyldan er velkomin á norræna sögustund sem fer fram í barnabókasafni Norræna hússins.

Lesnar verða stuttar sögur á finnsku og íslensku. Að upplestri loknum er gestum velkomið að vera áfram og nýta sér aðstöðu safnsins. Í boði verða blöð og litir fyrir áhugasama.

Um lesara: Elli er grunnskólakennari frá Tampere, sérhæfð í myndlist og tónlistarkennslu. Hér á Íslandi starfar hún sem leikskólakennari. Elli elskar sögur, ævintýri og að búa til litlar rímur sem hún syngur saman með bráðum tveggja ára syni sínum.