Sláttur: Samvirkar hugsanir


11:00–17:00
Salur
Aðgangur ókeypis

Laugardaginn 19. nóvember mun hópur myndlistarfólks, hönnuða, arkitekta, tónlistar- og fræðafólks koma saman í Norræna húsinu og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Þátttaka í viðburðinum er öllum opin.

Dagskráin hefst með göngu kl. 11.00 við inngang Norræna hússins og gestir eru hvattir til að klæða sig vel. Gangan veltir upp spurningum um staði og rými borgarlandslagsins og endar við Norræna húsið þar sem heit súpa verður í boði í rjóðri fyrir utan húsið. Dagskráin heldur áfram kl. 13.30 í sal Norræna hússins. Málstofur og samræður beina sjónum að aðferðum lista og þverfaglegri nálgun listgreina til að mæta áskorunum framtíðar. Málefnin eru fjölmörg: sjálfbærni, orkunýting, alþjóðavæðing, nýsköpun, hlýnun jarðar, misskipting valds og efnahags. Boðið verður upp á léttar veitingar og hugvekjandi samræður um hlutverk og aðferðir lista til að mæta framtíðinni.

11.00 – 13.00 Opin þátttökuganga frá Norræna Húsinu

13.00 – 13.30 Súpa í rjóðrinu fyrir utan Norræna Húsið

13.30 – 14.00 Kynning á Suðurlandstvíæringi

14.00 – 16.00 Þennsla – málstofa

Gestir með innlegg:
Johanna Seeleman, hönnuður
Marteinn Sindri Jónsson, heimspekingur
Gudrún Havsteen-Mikkelsen, hönnuður
Óskar Örn Arnórsson, arkitekt

Moderator: Garðar Eyjólfsson

16.00 – 17.00 Salon og samræður

Suðurlandstvíæringur (South Iceland Biennale / SIB) er lifandi vettvangur lista sem skerpir sýn á tengsl fólks og náttúru á viðsjárverðum tímum. SIB þróar þverfaglega listviðburði í uppsveitum Suðurlands við hálendisbrúnina, þar sem menning og náttúra togast á. Viðburðirnir hverfast um að skapa þverfaglegt samtal listgreina og rými fyrir frjóar samræður og samvinnu. Að þessu sinni hefur sjónum verið beint að umhyggju fyrir samfélagi og
umhverfi.

Bókverk um ferli tvíæringsins verður sýnt auk innsetninga sem endurspegla meðal annars upplifun listafólksins af vinnustofum í Stóra-Klofa í Landsveit. Verkefnið sótti innblástur í hugmyndafræði og vinnuferla Magnúsar Pálssonar, Steinu Vasulka.

Viðburðurinn er styrktur af Myndlistarsjóði.

Verið öll velkomin til þátttöku á viðburðinum – ykkur að kostnaðarlausu. Raddir ykkar gefa verkefninu styrk til að taka næstu skref inn í framtíðina.

Þátttakendur:

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir
Björk Hrafnsdóttir
Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir
Freyja Reynisdóttir
Garðar Eyjólfsson
Giulia Fiocca
Hlökk Þrastardóttir
Hannes Lárusson
Lorenzo Romito
Joe Keys
Kolbeinn Hringur Bambus Einarsson
Laufey Jakobsdóttir
Marie Kraft
María Dalberg
Maríanna Dúfa Sævarsdóttir
Martha Lyons Haywood
Ósk Vilhjálmsdóttir
Óskar Örn Arnórsson
Pétur Eggertsson
Ragnhildur von Weisshappel
Sigrún Birgisdóttir
Sigrún Hrólfsdóttir
Silfrún Una Guðlaugsdóttir
Silja Jónsdóttir
Sólbjört Vera Ómarsdóttir
Sólveig María Gunnarsdóttir
Tara Njála Ingvarsdóttir
Tinna Guðmundsdóttir
Tinna Gunnarsdóttir
Unnar Örn
Vikram Pradhan
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
Þórunn Dís Halldórsdóttir
Þráinn Hjálmarsson

Verkefnið er styrkt af Myndlistarsjóð.