
Sjónlistadagurinn
12:00-17:00
Hinn árlegi Sjónlistardagur á sér stað næstkomandi miðvikudag 12. mars. Deginum er ætlað að upphefja mismunandi listform og skapa sýnileka á verkum barna og myndlistarstarfi stofnanna á norðurlöndunum. Í tilefni dagsins verður listaverk nemenda Vesturbæjarskóla sýnt í anddyri Norræna hússins. Nemendur í fyrsta og öðrum bekk skólans hafa verið að læra um hafið síðustu mánuði. Í listasmiðja Skýjaborga frístundarheimilis hafa börnin unnið áfram með þemað undir handleiðslu myndlistarkonunnar Solveigar Pálsdóttur. Hennar áhersla er á að vinna einungis með endurunnin hráefni í þeim tilgangi að sýna fram á mikilvægi umhverfisvitundar,enda endar margt rusl í sjónum. Verk nemandanna er innsetning þar sem hægt er að skoða verur hafsins og rannsaka lífið á ströndinni.
Norræna húsið hefur ágætt aðgengi í flest rými hússins. Að húsinu liggur hjólastólarampur og inni í húsinu er lyfta sem fer niður í sýningarrýmið Hvelfingu. Því miður er einungis stigi niður í barnabókasafnið frá bókasafninu sjálfu en fyrir hjólastóla er aðgengilegt inná barnabókasafnið frá Hvelfingu. Elissa (salur) hefur gott aðgengi. Aðgengileg salerni eru á aðalhæð hússins og eru öll salerni kynhlutlaus.