Sjálfbærir stólar


Norræn hönnunarsamkeppni

Síðastliðið haust fór fram norræn samkeppni um hönnun sjálfbærra stóla. Markmiðið var að auka meðvitund um sjálfbæra hönnun og að hvetja til hönnunarmiðaðrar hugsunar í loftslagsumræðunni. Sigurverkefnin fimm voru kynnt í Norræna húsinu á HönnunarMars og verða til sýnis til fimmtudagins 4. apríl. Aðgangur er ókeypis.

Síðastliðið haust tók Norræna ráðherranefndin höndum saman við hönnunarmiðstöðvar á Norðurlöndum og hélt hönnunarsamkeppni um sjálfbæra stóla. Markmiðið var að auka meðvitund um sjálfbæra hönnun og að hvetja til hönnunarmiðaðrar hugsunar í loftslagsumræðunni.

Norræn dómnefnd valdi fimm sigurstóla og gestir norræna skálans á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember fengu síðan að greiða atkvæði um hvaða stóll skyldi vinna. Sigurverkefni hvers lands (Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar) verða til sýnis í Norræna húsinu á HönnunarMars.

Hönnunarmiðstöðvar Norðurlandanna eru: Hönnunarmiðstöð Danmerkur, DOGA, Hönnunarmiðstöð Íslands, Ornamo í Finnlandi og Form í Svíþjóð.

Sýningin var sett upp í Norræna húsinu í tilefni af HönnunarMars 2019. Hægt verður að skoða stólana fram til fimmtudaginsins 4. apríl. Aðgangur er ókeypis.
Staður: Alvar sofa.