The Silence Meal – Gjörningur


19 - 21

Finnska listakonan Nina Backman í samvinnu við Norræna húsið stendur fyrir gjörningi með þátttöku almennings, í gróðurhúsi Norræna hússins 28. nóvember kl. 19:00-21:00.

Gjörningurinn kallast The Silence meal (þögul máltíð) og er þátttöku gjörningur þar sem þátttakendur snæða þriggja rétta máltíð með víni í þögn. Markmið listakonunnar er að gefa fólki tækifæri til að skynja umhverfi sitt með sjálfum sér og skoða hvað kemur í staðinn fyrir talað mál. Með því að fjarlægja innihaldsefni orða fáum við aukið frelsi til að skynja betur umhverfi okkar og við verðum líkamlega, tilfinningalega og  andlega tengdari náttúrunni og umhverfinu.

Máltíðin er skrásett með ljósmyndavél ásamt því sem búkhljóð, írskur í hnífapörum og annað smjatt verður tekið upp á hljóðupptökutæki.

Kaupa miða

Praktískar upplýsingar:

Dagsetningar 28. nóvember kl. 19-21.

Verð: 15.500 kr. Þriggja rétta máltíð með þremur vínglösum og kaffi. Matur frá AALTO Bistro.

Staðsetning: Gróðurhús Norræna hússins (upphitað). Mæting í móttöku Norræna hússins.

Fjöldi: 20

http://www.dein-finnland.de/silence-meal/ 

Mynd í banner: Christopher Lund