Shoptalk #4: Kannski


17:00
Salur
Aðgangur ókeypis
Verið velkomin á Shoptalk #4 – fimmtudaginn 19. september kl. 17:00.

Við erum spennt að kynna ykkur fyrir “Kannski” listamannarekið rými í Reykjavík sem var sett á laggirnar til að hræra uppí og stækka íslenska listasenu. Kannski er tileinkað því að sýna myndlist og listaverk sem eru utangarðs í íslenskri listasenu.

 

Diljá Þorvaldsdóttir & Sadie Cook
Í þessu „ShopTalki“ munu stofnendur Kannski, Sadie Cook og Diljá Þorvaldsdóttir halda stutta ræðu um eigin starfshætti, raunir og flækjustig sem fylgja því að reyna að stofna eitthvað nýtt í Reykjavík. Síðan munu Sadie og Diljá opna samtalið og spurja áhorfendur hvað þau myndu vilja sjá og hvers konar viðburði þykir vanta á íslenskan vettvang.
AÐGENGI: Þessi viðburður verður haldinn á ensku. Salurinn Elissa og salerni eru aðgengileg fyrir hjólastóla, þó er lágur þröskuldur inn í salinn. Salerni eru kynhlutlaus. Aðgangur er ókeypis og öll velkomnin.