Setningarathöfn Myrkra músíkdaga 2019


19-20

Þórunn Gréta Sigurðardóttir, formaður Tónskáldafélag Íslands og Gunnar Karel Másson, listrænn stjórnandi Myrkra músíkdaga 2019 bjóða gesti velkomna.

Léttar veitingar verða í boði – allir velkomnir!

Að athöfn lokinni hefst frumflutningur Riot Ensemble á nýju verki George Friedrich Haas sem flutt er í nauðamyrkri.

 

MYRKIR MÚSÍKDAGAR
Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar er ein elsta tónlistarhátíð landsins, stofnuð árið 1980 af Tónskáldafélagi Íslands sem vettvangur fyrir íslensk tónskáld til að fá verk sín flutt. Í dag er áhersla hátíðarinnar að flytja og kynna samtímatónlist með áherslu á nýja, íslenska tónlist og flytjendur í bland við erlend verk og erlenda flytjendur. Gunnar Karel Másson, tónskáld er listrænn stjórnandi Myrkra músíkdaga 2019. Gunnar Karel lærði tónsmíðar við Listaháskóla Íslands og við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Gunnar Karel hefur rekið tónlistarhátíðina Sonic Festival í Kaupmannahöfn með góðum árangri og hann er einnig einn af listrænum stjórnendum tónlistarhópsins Jaðarbers.