Sequences XII: Pisa


17:00
Hvelfing
Aðgangur ókeypis

Norræna húsið býður velkomið í tólftu útgáfu Sequences tvíæringsins, Sequences XII: Pása!, í húsakynni okkar.

Listahátíðin fer fram í Reykjavík dagana 10.–20. október 2025. Hátíðin í ár sameinar fjölbreyttan hóp íslenskra og erlendra listamanna sem kanna hægagang – bæði í listrænni nálgun og í upplifun áhorfenda.

Sýningarstjóri Sequences XII, Daría Sól Andrews, hvetur gesti til að taka sér hlé frá hraða daglegs lífs með því að taka þátt í tíu daga dagskrá sem samanstendur af sýningum, gjörningum, fyrirlestrum, leiðsögnum og fleiru. Hátíðin er opin boð til að staldra við, íhuga og upplifa list á öðrum hraða – með rými fyrir innlifun, ró og meðvitaða nærveru.

Aðgengi

Norræna húsið hefur ágætt aðgengi í flest rými hússins. Að húsinu liggur hjólastólarampur og inni í húsinu er lyfta sem fer niður í sýningarrýmið Hvelfingu. Því miður er einungis stigi niður í barnabókasafnið frá bókasafninu sjálfu en fyrir hjólastóla er aðgengilegt inná barnabókasafnið frá Hvelfingu. Elissa (salur) hefur gott aðgengi. Frekari upplýsingar um aðgengi og húsið er að finna undir „Heimsókn“ á forsíðu.

Aðgengileg salerni eru á aðalhæð hússins og eru öll salerni kynhlutlaus.

 

Aðrir viðburðir