Sequences XII: Pása


17:00
Hvelfing
Aðgangur ókeypis

Norræna húsið býður tólftu útgáfu Sequences velkomna, Sequences XII: Pása!

Opnun sýningarinnar er 11. október klukkan 16.00 í Hvelfingu – takið eftirmiðdaginn frá! 

Sequences fer fram dagana 10.–20. október 2025 í Reykjavík. Hátíðin í ár leiðir saman fjölbreyttan hóp innlendra og erlendra listamanna og lagt er upp með að kanna hvað það þýðir að upplifa og skapa „hægt”.

Sýningarstjóri Sequences XII, Daría Sól Andrews býður gestum að stíga út úr amstri daglegs lífs og taka þátt í tíu daga dagskrá sem spannar sýningar, gjörninga, fyrirlestra, gönguferðir með leiðsögn og margt fleira. Hátíðin býður upp á rými til að staldra við, íhuga og upplifa list á öðrum hraða með aukinni dýpt, ró og meðvitund.

Listamenn í Norræna húsinu: 

Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson

Erna Skúladóttir

Julie Sjöfn Gasiglia

Pétur Thomsen

Ragna Róberts

Rósa Ómarsdóttir

Studio Thinkinghand, Ting&Bojesen

Tómas Pausz

Wauhauz

Dagskrá: 

Laugardagur, 11.10.2025:

17.00 – Opnun í Hvelfingu og dansgjörningur eftir Rósu Ómarsdóttur.

Sunnudagur, 12.10.2025:

13.00-14.00 – Listamannaspjall með Wauhaus og Rhoda Ting/Mikkel Bojesen.

Þriðjudagur, 14.10.2025:

17.00-18.00 – Listamannaspjall með Ernu Skúladóttur, Pétri Thomsen, Julie Sjöfn Gasiglia og Mark/Bryndísi.

18.00-19.00 – Gjörninga pallborðsumræður með Nínu Hjálmsdóttur.

19.00-20.00 – Happy hour og snarl á Plantan bistro

Sunnudagur, 19.10.2025: 

13.00-14.00 – Vinnusmiðja með Tómasi Pausz.

14.00-14.30 – Listamannaspjall með Rögnu Róberts.

 

Sequences – real time art festival er alþjóðlegur myndlistartvíæringur, sem haldinn er í Reykjavík. Að baki Sequences standa Kling & Bang, Nýlistasafnið og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar auk fjölda listamanna.

Aðgengi: Hvelfing er aðgengileg með lyftu frá aðalhæð Norræna hússins. Aðgengileg salerni er á aðalhæðinni og öll salerni eru kynhlutlaus.
Fylgið Sequences á samfélagsmiðlum:

Aðrir viðburðir