Sequences XII: Pása; Setminni


17:00
Hvelfing
Aðgangur ókeypis

Sequences XII: Pása kynnir sýninguna Setminni í Norræna húsinu!

SETMINNI leiðir saman listamenn sem hver og einn vinnur með tímaskynjun handan hins mannlega kvarða.

Á sýningunni má sjá verk eftir Ernu Skúladóttur, Pétur Thomsen, Julie Sjöfn Gasiglia, Rhodu Ting & Mikkel Bojesen, Bryndísi Snæbjörnsdóttur and Mark Wilson, Rögnu Róbertsdóttur, Thomas Pausz og Wauhaus. Sýningin fjallar um jökulhreyfingar, sveppanet, jarðfræðilega myndun og önnur vistkerfi sem hreyfast með ólíkum takti. Sýningin hvetur okkur til að hægja á okkur og þá birtist okkur marglaga, hringrásar kenndur tími náttúrunnar. Með nákvæmari athugun staðsetja verkin hæglæti sem form umhyggju, þar sem mannlegir taktar stillast af við flókna tímaskala jarðarinnar.

Heildardagskrá Sequences má finna á www.sequences.is

 

Dagskrá: 

Laugardagur, 11.10.2025:

16.00 – Dansgjörningur eftir Rósu Ómarsdóttur. Gjörningurinn fer fram í aðalrými Norræna Hússins á fyrstu hæð.

17.00 – Opnun á sýningunni Setminni í Hvelfingu.

Sunnudagur, 12.10.2025:

12.00-13.00 – Fyrirlestraspjall með Wauhaus og Rhoda Ting/Mikkel Bojesen, í Elissa Auditorium.

15.00-16.00 – Barnasmiðja; Dansandi kanína, fer fram í Elissa Auditorium.

Þriðjudagur, 14.10.2025:

17.00-18.00 – Listamannaspjall með Rögnu Róbertsdóttur, Ernu Skúladóttur, Pétri Thomsen, Julie Sjöfn Gasiglia og Mark/Bryndísi.

18.00-19.00 – Gjörninga pallborðsumræður með Nínu Hjálmarsdóttur, í Elissa Auditorium.

Sunnudagur, 19.10.2025: 

13.00-14.00 – Vinnusmiðja með Tómasi Pausz í Gróðurhúsinu.

 

Sequences – real time art festival er alþjóðlegur myndlistartvíæringur, sem haldinn er í Reykjavík. Að baki Sequences standa Kling & Bang, Nýlistasafnið og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar auk fjölda listamanna.

Aðgengi: Hvelfing er aðgengileg með lyftu frá aðalhæð Norræna hússins. Aðgengileg salerni er á aðalhæðinni og öll salerni eru kynhlutlaus.
Fylgið Sequences á samfélagsmiðlum:

Aðrir viðburðir