Samtök kvenna af erlendum uppruna rækta garðinn í Norræna húsinu


Aðgangur ókeypis

Að vakna aftur til lífsins eftir COVID lokun er hvatning fyrir okkur í Söguhringur kvenna til að vinna úti núna í vor og sumar!

Við erum mjög spenntar að tilkynna samstarf okkar við Norræna húsið í Reykjavík. Við ætlum að hefja garðverkefni! Norræna húsið hefur verið svo frábært að bjóða okkur velkomnar og veita okkur tækifæri til að rækta grænmeti, blóm og kryddjurtir í gróðurhúsinu og garðbeðunum úti allt vorið og sumarið.

Það er okkur sönn ánægja að kynna hér nýja verkefnið World Garden / Heimsyndisgarður í samvinnu við Norræna húsið. World Garden fær afnot af gróðurhúsi og garðbeðum frá Norrænna húsinu til að rækta kryddjurtir, blóm og grænmeti í allt sumar.

Garðyrkjufræðingurinn Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir mun leiða okkur í gegnum ræktunarævintýri okkar og mun kenna okkur að forrækta, planta og um áburðagjöf. Fyrsta samkoma okkar verður þann 25. apríl frá kl. 14 til kl. 17. Við munum hittast í gróðurhúsinu og læra um forræktun. Við munum svo hittast aftur 16. maí og 30. maí til að planta græðlingum okkar í útibeð og sömuleiðis að sá beint úti.

Upplýsingar varðandi almenningssamgöngur eru á heimasíðu Norræna hússins eða á straeto.is

Endilega skráið ykkur hér og deilið því hvaða plöntur, kryddjurtir eða blóm ykkur langar að rækta: https://forms.gle/GzrroD59Zt67zjbN7

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir, ekki hika við að senda okkur tölvupóst á greenhouse@womeniniceland.is

Fyrir hönd Samtök kvenna af erlendum uppruna og Söguhring kvenna

Hye Joung Park og Lilianne van Vorstenbosch