Afmælisþing Samtaka um söguferðaþjónustu
13:00
Afmælisþing Samtaka um söguferðaþjónustu (SSF)
10 ár afmælisþing Samtaka um söguferðaþjónustu (SSF) verður haldið í Norræna húsinu föstudaginn 29. apríl næstkomandi kl. 13.00-16.00.
Þingið er haldið í samstarfi við Íslandsstofu. Fjölbreytt erindi og umræður um framtíðarmöguleika í söguferðaþjónustu á Íslandi.
Málþingið er öllum opið og ókeypis inn.
Viðburðurinn fer fram á íslensku.
Stjórnandi fundarins er Felix Bergsson, leikari.
Skráning: http://www.islandsstofa.is/vidburdir/soguthing-2016/941
Dagskrá:
TÆKIFÆRI SÖGUFERÐAÞJÓNUSTUNNAR
AFMÆLISMÁLÞING Í SAMSTARFI VIÐ ÍSLANDSSTOFU
13.00-16.15 – Stjórnandi: Felix Bergsson, leikari
Dagskrá:
ÁVARP
Ragnheiður Elín Árnadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra
SAGA OG FRAMTÍÐ SAMTAKA UM SÖGUFERÐAÞJÓNUSTU
Rögnvaldur Guðmundsson, fomaður SSF
SÖGUFERÐAÞJÓNUSTA Á MIKIÐ INNI
Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri SAF
SÖGUFERÐAÞJÓNUSTA OG MARKAÐSSETNING ÍSLANDS ERLENDIS
Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu
HOLA ÍSLENSKRA FRÆÐA ER ALLTOF LÍTIL
UM VANNÝTTA MÖGULEIKA TIL MIÐLUNAR Á MENNINGARARFI
Andri Snær Magnason, rithöfundur
HLUTVERK SÖGU OG MENNINGARARFS Í MARKAÐSÁTAKINU ICELAND ACADEMY
Sigríður Margét Guðmundsdóttir, Landnámssetrinu í Borgarnesi
NOTKUN OG MISNOTKUN SÖGUNNAR
Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur
PALLBORÐSUMRÆÐUR. FRAMSÖGUMENN
SÖGULEG SAMANTEKT
Skúli Björn Gunnarsson, Skriðuklaustri