Safarium – UNGI – sviðslistahátíð ASSITEJ 2016
16:00
UNGI – sviðslistahátíð ASSITEJ 2016
Safarium er danssýning sem er samin sérstaklega fyrir börn með mikla hreyfihömlun og/eða aðra fötlun. Verkið er á mörkum þess að vera sýning, vinnusmiðja, rannsóknarstofa og safarí þar sem börnunum er boðið að kanna rými og hreyfingar með leiðbeinendum. Útgangspunkturinn er að upplifa heiminn í gegnum líkamlega nálgun, hvernig ólíkir líkamar mætast og hvernig líkamar mæta umhverfinu. Markmiðið er að veita áhorfendum/þátttakendum nýstárlega og einstaka reynslu og upplifun. Sýningin er lokuð fyrir nemendur við Klettaskóla en áhugasamir geta sett sig í samband við Gunn hjá Norræna húsinu; gunn@nordichouse.is .
Í þessum viðburði mun Landing hópurinn (framleiðandi Safaríum sýningarinnar) deila hugmyndum og reynslu af vinnuferlinu við Safaríum – danssýningu fyrir börn með sérþarfir.
Eftir viðburðinn kl. 16:00 er öllum velkomið að taka þátt í fræðslu og umræðum. Aðgangur er ókeypis.
Við bjóðum þátttakendum að hugsa með okkur með því að leggja fram spurningar eins og hvernig þessi markhópur geti á sem bestan hátt upplifað dans sem list eða hvaða áhrif ólíkar leiðir til að til þátttöku og samskipta hafa á þeirra listrænu upplifun. Einnig verður þátttakendum boðið að prufa nokkra grunnþætti úr hreyfimunstri Safaríum sýningarinnar.
Skipuleggjendur: ASSITEJ Iceland
UNGI- sviðslistahátíð: http://www.assitej.is/#!ungi-2016/xiaxb