Sænsk sögustund 16. oktober.


12-14

Sænsk sögustund

Sænskur móðurmáls / sögustundarhópur fyrir sænskumælandi börn (0-12 ára) byrjar nú að hittast í bókasafni Norræna hússins. Næst hittist hópurinn sunnudaginn 16. október milli kl. 12 og 14. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram og aðgangur ókeypis fyrir alla sænskumælandi krakka og foreldra þeirra. Hópnum verður skipt eftir aldri. Við lesum, tölum saman á sænsku, syngjum og spilum. Norræna húsið býður kaffi og djús en endilega hafið eitthvað smálegt með til að narta í fyrir börnin. Verið velkomin.

Næstu dagsetningar fyrir sænska móðurmálshópinn eru 13. nóvember og 11. desember.