Sæktu þér að lesa sögur eða ljóð


14:00-16:00

Sæktu þér að lesa sögur eða ljóð

Í tilefni af tuttugu ára afmæli Stóru upplestrarkeppninnar efna Íslensk málnefnd og Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn til málþings í Norræna húsinu 12. maí kl. 14.00-16.00.

Á málþinginu verður fjallað um gildi og áhrif keppninnar, þá möguleika sem í henni felast,  tengsl lesskilnings og vandaðs upplestrar og horft fram á veginn.

Framsögumenn koma úr ýmsum áttum, fræðimenn, kennarar, skáld, nemendur auk fulltrúa menntamálayfirvalda.

Málþingið er ætlað skólafólki, foreldrum og öllum þeim sem láta sér annt um læsi, lestraráhuga og vandaðan upplestur.