Ró – fjölskyldusmiðja
Ró – fjölskyldusmiðja á vegum Barnamenningarhátíðar í Reykjavík
Róleg og notaleg stund í Norræna húsinu þar sem þátttakendum er fylgt í gegnum hugleiðslu og slökun í ævintýralegu umhverfi.
Á Barnamenningarhátíð er gjarnan mikill erill, skemmtilegir viðburðir og nóg að sjá og gera. Til að bjóða upp á slakandi mótvægi við öllu stuðinu munu Eva Rún Þorgeirsdóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir stýra rólegri og notalegri stund í Norræna húsinu. Sérstakt rými verður skreytt í anda bókarinnar Ró sem þær Eva og Bergrún gáfu út á síðasta ári. Í smiðjunni er þátttakendum fylgt í gegnum hugleiðslu og slökun í ævintýralegu umhverfi auk þess sem þátttakendur fá tækifæri til að skapa sínar eigin undraverur úr fallegum efnivið. Smiðjan fer fram í salnum og Alvar stofu í Norræna húsinu og hentar fjölskyldum með börn 5 ára og eldri.
Skráningar er krafist og sendast til telma@nordichouse.is.