RIFF í Norræna húsinu 2025


Elissa Auditorium & Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Við erum stolt að taka aftur á móti vinum okkar í  RIFF, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, árið 2025!

Dagskráin í Norræna húsinu fer fram 27.09.2025 – 05.10.2025 og er boðið uppá fjölbreytt úrval viðburða:
Athugið að aðgangur er ókeypis að viðburðum RIFF í  Norræna húsinu, en í sumum tilfellum er skráning nauðsynleg. Nánari upplýsingar á Riff.is

UngRIFF býður upp á dagskrá fyrir börn í og mun sýna fjölbreyttar kvikmyndir og stuttmyndir fyrir börn og unglinga. Einnig verður áhersla lögð á Línu Langsokk með sýningu á einni af klassísku Línumyndunum á íslensku og i kjölfarið verður haldin vinnustofa/Hyggestund í pappírmassa klístri á barnabókasafninu!

Bransadagar verða haldnir í Norræna húsinu eins og undanfarin ár.

Sýndar verða „Kvikmyndir frá Norðri“ og fleiri frábærir viðburðir.

Sjá má alla dagskrána á riff.is eða smella hér til að fara beint á vefsíðu þeirra.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Aðgengi að Elissu sal er gott, athugið að lágur þröskuldur er inn í salinn. Aðgengileg salerni eru á sömu hæð. Aðgangur að barnabókasafninu er um stiga frá bókasafninu eða með lyftu í gegnum sýningarsalinn í Hvelfingu. Nánari upplýsingar er að finna hér á vefsíðu okkar og einnig getur starfsfólk okkar, í afgreiðslu bókasafnsins, aðstoðað eftir þörfum.

Aðrir viðburðir