Riff – Aalto & leiðsögn um Norræna húsið


17:30 - 20:00

Heimildamynd um líf og störf hinna þekktu, finnsku hönnuða og arkitekta Alvar og Aino Aalto.  Kvikmyndin er í leikstjórn Virpi Suutari og er byggð á viðamikilli heimildavinnu og frásögnum samtíðarmanna þeirra hjóna og rannsakenda úr fremstu röðum á verkum þeirra.

Eftir myndina er boðið upp á leiðsögn um Norræna húsið með Guju Dögg arkitekt, stofnanda Studíó Hvítt og sérfræðingi í hönnun og arkitektúr Aalto.

Norræna húsið er hannað af Alvar Aalto (1898-1976) og er talin vera falin perla á meðal þekktari meistaraverka hans. Húsið er teiknað á lokaskeiði í ferli meistarans (1968) og sýnir á skemmtilegan hátt samansafn hugmynda hans um byggingarlist og innanhúshönnun.  Lesa meira

Finnland / 103 mín
Leikstjóri: Virpi Suukari
Handrit: Virpi Suukari
Heimildamynd