Ragnheiður Gröndal – Tónleikaröð Norræna hússins
20:00
Tónleikar með Ragnheiði Gröndal og Guðmundi Pétursyni 14. júní og 2. ágúst kl. 20:00. Tónleikarnir eru hluti af Tónleikaröð Norræna hússins. Miðaverð 2000 kr. Miðasala á tix.is og í Hönnunarverslun Norræna hússins.
Ragnheiður Gröndal (söngkona og píanóleikari) og Guðmundur Pétursson (gítarleikari) hafa unnið saman í meira en áratug að alls konar tónlistarverkefnum. Þjóðlagadúett þeirra endurspeglar alla þessa tónlistarlegu reynslu og hefur jafnframt sterka tengingu við íslenska tónlist í gegnum áratugi og aldir. Íslensk þjóðlagatónlist tilheyrir hefð sem er að mestu leyti horfin og fáar reglur hafa verið skrifaðar. Sú staðreynd opnar fyrir persónulega túlkun. Tónlistin sem leikin verður í Norræna húsinu verður blanda að eigin efni, nýju efni og íslenskum þjóðlögum.
Verið velkomin á Tónleikaröð Norræna hússins alla miðvikudaga í sumar frá 14. Júní til 30. ágúst. Tónleikaröðin inniheldur rjómann af íslenskum djassi og íslenskri þjóðlagatónlist, með smá áhrifum frá latínu- og balkantónlist, sem og góðum gesti frá Svíþjóð. Tónleikaserían einkennist af afbragðs tónlistarmönnum og spannar allt frá hinu melankólíska og lágstemmda yfir í hið ástríðufulla og stormasama.