Ráðstefna Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja


13:00-17:00

Ráðstefna Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengjan

Samráðsvettvangur trúfélaga og lífsskoðunarfélaga heldur ráðstefnu um umskurð drengja í Norræna húsinu þriðjudaginn 17. apríl frá kl. 13:00 til 17:00. Frummælendur eru bæði heimamenn og einnig erlendis frá og fer ráðstefnan fram á ensku. Vakin er sérstök athygli á því að á ráðstefnunni verða fulltrúar frá samtökum gyðinga og múslima.

Markmiðið með samráðsvettvanginum er að stuðla að jákvæðum samskiptum, skilningi, umburðarlyndi og virðingu milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks með mismunandi trúarviðhorf hér á landi og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi. Aðildarfélög samráðsvettvangsins eru alls 17.

Frumvarp til laga á Alþingi um bann við umskurði drengja hefur vakið mikla athygli hér á landi og víða um heim. Samráðsvettvangur trúfélaga og lífsskoðunarfélaga tekur enga afstöðu með eða á móti frumvarpinu, þar sem skiptar skoðanir eru innan hans, en vill aftur á móti gefa þeim trúfélögum, sem frumvarpið snertir mest, tækifæri bæði til að hlusta á röksemdir þeirra, sem standa að frumvarpinu eða styðja það og einnig til að tjá sig opinberlega um sína eigin skoðun og rökstyðja hana. Hér er átt við það að grundvallaratriði til að skapa sanngjarna umræðu í þjóðfélaginu og tryggja að umfjöllunin beri merki um siðgæði og lýðræði, er að opinber skoðanaskipti fari fram hjá þeim aðilum sem hlut eiga að máli.

Ráðstefnan er öllum opin og verður boðið upp á léttar veitingar í hléum.

Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands stjórnar ráðstefnuna.

Talsmenn:

  • Dr. Ólafur Þór Gunnarsson MD, Member of the Parliament of Iceland, Co-Sponsor of the bill on bann of circumcision
  • Salvör Nordal, Children’s Ombudsman of Iceland
  • Rabbi Moche Lewin, Vice-President of the European Conference of Rabbis (on behalf of Chief Rabbi Albert Guigui from the World Jewish Congress)
  • Mr. Yaron Nadbornik, President of the Council of Jewish Congregations in Finland, representing the Nordic Jewish Communities’ Council of Presidents
  • Rabbi Ute Steyer, representing the Jewish Community of Sweden
  • Mr. Jonathan Arkush, President of the Board of Deputies of British Jews
  • Adam Anbari, representing the Islamic Foundation of Iceland
  • Imam Ahmad Seddeeq, representing the Islamic Cultural Center of Iceland
  • Chief Imam Sayed Ali Abbas Razawi, representing the Scottish Ahlul Bayt Society
  • Mr. Atik Ali, President of the Islam Congregation of Finland, representing Finland’s Muslim Network
  • Dr. Baldur Tumi Baldursson, Chief Medical Doctor in skin and venereal desease at the National Hospital, Reykjavík
  • Ty B. Ericksson, MD FACOG FPMRS Obstetrician/Gynecologist Pelvic Reconstructive Surgeon. USA
  • Prof. Dr. Bernard Lobel, Urologist, former Chief Doctor at the hospital of Rennes
  • Fr. Heikki Huttunen, General Secretary of CEC (Conference of European Churches)
  • Dr. Elizabeta Kitanovic, Human Rights Executive Secretary of CEC
  • Mgr. Duarte da Cunha, General Secretary of CCEE (Council of Bishops’ Conferences of Europe)