Projeto Brasil! Jazz tónleikar*
20:00
Projeto Brasil!
Jazz tónleikar í Norræna húsinu 24. apríl kl 20:00.
Projeto Brasil! er nýtt og spennandi samstarfsverkefni saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar og sænska gítarleikarans Hans Olding. Aðrir hljómsveitarmeðlimir eru sænski slagverksleikarinn Ola Bothzén, danski kontrabassaleikarinn Morten Ankareldt og íslenski sellóleikarinn Þórdís Gerður Jónsdóttir. Þeir hafa nýlega sent frá sér samnefnda plötu í Svíþjóð sem fengið hefur frábæra dóma. Á henni er klassísk vinsæl brasilísk tónlist frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar eftir höfunda á borð við Antonio Carlos Jobim, Milton Nascimento og Vinicius DeMoraes. Einnig verða leikin frumsamin lög í svipuðum stíl.
Miðar á tix.is