Portrett af Thor Vilhjálmssyni
Thor Vilhjálmsson stofnaði til Bókmenntahátíðar í Reykjavík ásamt fleirum árið
1985. Í tilefni af því að hátíðin er 30 ára í ár og Thor hefði átt níræðisafmæli í
ágúst á þessu ári verður sett upp sýning með myndum af Thor frá ýmsum tímum.
Fjölmargir ljósmyndarar eiga myndir á sýningunni auk þess sem þar verða
sýndar stillur úr kvikmynd Erlends Sveinssonar um göngu Thors á
Jakobsveginum árið 2005.
Sýningin verður opin á meðan á hátíðinni stendur og er sett upp í samstarfi við
Bókmenntaborg.
Sýningarstjóri er Ragnheiður Vignisdóttir.
Ljósmynd af Thor: Einar Falur Ingólfsson