PØLSE&POESI


17:00
Aðgangur ókeypis

Miðvikudaginn 16.júní bjóðum við til ljóðahátíðarinnar PØLSE&POESI í Norræna húsinu í Reykjavík.

Á hátíðinni verða PØLSER (pylsur) í boði. Bæði pylsur og annað hráefni er af norrænum toga og þar má nefna norskt flatbrauð. Einnig verða bæði glúteinlausar veitingar og veitingar sem ekki innihalda dýraafurðir í boði. Við bjóðum einnig upp á drykki, meðal annars danskan bjór.

 

Ljóðskáld sem að koma fram á hátíðinni eru:

Fríða Ísberg (IS)

Kristín Ómarsdóttir (IS)

Knut Ødegård (NO)

Haukur Ingvarsson (IS)

Þórdís Helgadóttir (IS)

 

PØLSE&POESI byrjar klukkan 17:00 og ljóðaupplesturinn byrjar klukkan 17:30
Þátttaka og veitingar eru ÓKEYPIS.

 Ef veður leyfir þá verðum við úti og í gróðurhúsi Norræna hússins.

PØLSE&POESI er haldinn í samstarfi við sendiráð Noregs, sendiráð Danmerkur og sendiskrifstofu Færeyja í Reykjavík, Nathan & Olsen og Ölgerðin.