Pikknikktónleikaröð -ÍRiS


15:00

Pikknikktónleikaröð

Alla sunnudaga í sumar kl. 15:00 frá 26. juní– 14. ágúst.

Frítt inn!

Í dag 24. júlí spilar: ÍRiS
ÍRiS skapar dulúðuga raftónlist með draumkenndu ívafi þar sem andstæður stangast á, ljós og myrkur mætast. ÍRiS framlengir sína eigin rödd með lúppum og stafrænum effektum, og býr þannig til sinn eigin hljóðheim.

Hin árlega Pikknikktónleikaröð Norræna hússins hefst 26.juní og fer fram í gróðurhúsi Norræna hússins.  Alla sunnudaga í sumar gefst þér tækifæri á að heyra fjölbreytta tónlist frá íslenskum tónlistarmönnum í notalegu umhverfi við Vatnsmýrina. Veitingarstaður Norræna hússins, AALTO Bistro er opinn alla sunnudaga frá kl 11:30 – 17:00 og selur drykki og veitingar sem tilvalið er að gera sér pikknikk úr.

Aðgangur á tónleikana er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Flytjendur eftir dagsetningum

26 júní: Ingunn Huld
3 júlí: Funi
10 júlí: Ellen Kristjáns
17 júlí: Myrra Rós
24 júlí: ÍRiS
31 júlí: Anna Jónsdóttir 
7 ágúst: Markús and the Diversion Sessions  
14 ágúst: Elísabet Ólafs og Hlynur Þór

Ef veðrið er vont færast tónleikarnir inn í Sal Norræna hússins.

pikknikk-1220x550