PIKKNIKK tónleikaröð 2025


15:00
Gróðurhús

Sumartónleikaröð Norræna hússins nýtur ávallt mikilla vinsælda og nú er dagskrá sumarsins farin að taka á sig mynd. Tónleikaröð sumarsins 2025 er sett saman af Elham Fakouri, verkefnastjóra Norræna hússins. Tónleikarnir fara fram klukkan 15:00 í Gróðurhúsi Norræna hússins og er frítt inn. Hægt verður að versla veitingar hjá Plantan bístró og taka með sér út til að njóta á meðan á tónleikunum stendur.

Dagskráin 2025 er eftir farandi:

Lottó  – PIKKNIKK – Lottó | Norræna Húsið

SumVivus – PIKKNIKK – SumVivus | Norræna Húsið

Halla Steinunn Stefánsdóttir – PIKKNIKK – Halla Steinunn Stefánsdóttir | Norræna Húsið

ALE – PIKKNIKK – ALE | Norræna Húsið

Victor Shepardson – PIKKNIKK – Victor Shepardson | Norræna Húsið

Tonik Ensemble – PIKKNIKK – Tonik Ensemble | Norræna Húsið

Francesco Fabris: PIKKNIKK – Francesco Fabris | Norræna Húsið

Aðgengi að útisvæði Norræna hússins getur verið torvelt fyrir hjólastóla. Mjór stígur liggur frá bílastæði að gróðurhúsinu en gróðurhúsið sjálft er ekki aðgengilegt hjólastólum. Norræna húsið sjálft hefur gott aðgengi, sjálfvirkur hnappur er við aðaldyr og salerni fyrir hjólastóla er á fyrstu hæð. Lyfta fer frá aðalhæð niður í sýningarrýmið Hvelfingu.