PIKKNIKK TÓNLEIKAR: Kurt Uenala & Jack Armitage
15:00
Gróðurhús
Aðgangur ókeypis
Sumartónleikaröð Norræna hússins heldur áfram! Næst á dagskrá eru Kurt Uenala & Jack Armitage sunnudaginn 30. júlí kl 15:00. Tónleikarnir fara fram í Gróðurhúsi Norræna hússins og er frítt inn.
Verið velkomin á síðustu tónleikana í PIKKNIKK Sumartónleikaröð Norræna hússins 2023. Það gleður okkur að kynna stórkostlega tónlistarmanninn Kurt Uenala ásamt Jack Armitage.
Fyrir þessa tónleika munu listamennirnir umbreyta Gróðurhúsi Norræna hússins í vettvang sem ekki hefur sést áður á tónleikum Norræna hússins.
Öll Velkomin!
Hægt er að versla veitingar hjá SÓNÓ og taka með sér út.
Pikknikk tónleikasería ársins er skipulögð af José Luis Anderson.
Mynd: Einar Snorri