Orkuskipti – á leið til loftslagsvænnar framtíðar


12-13

Rannsóknarverkefnið „Á leið til sjálfbærni: þróun orkukerfa“ er alþjóðlegt samstarfsverkefni sem hófst árið 2016 og markmið þess er að þróa heildrænt kvikt kerfislíkan af íslenska orkukerfinu, sem m.a. verður notað til að greina sviðsmyndir af ólíkum leiðum í átt að sjálfbærni, orkuöryggi og loftslagsvænni framtíð. Verkefnið er m.a. fjármagnað af Rannsóknasjóði, Vegagerðinni og Landsvirkjun.

Á fundinum verður verkefnið og markmið þess kynnt. Það verður sett í samhengi við erlendar rannsóknir, sem og sett í samhengi við stefnumótun íslenskra stjórnvalda um orkuskipti.

Fyrirlesarar:

  • Eyjólfur Ingi Ásgeirsson dósent við Háskólann í Reykjavík
  • David Keith lektor við MIT
  • Erla Sigríður Gestsdóttir verkfræðingur við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og fulltrúi orkuskiptahóps stjórnvalda

Fundarstjóri: Brynhildur Davíðsdóttir prófessor við Háskóla Íslands

Fundurinn fer fram á ensku og er öllum opinn