Opnun sýningarinnar Tréð
10:00-14:00
Verið velkomin á opnun nýrrar sýningar á barnabókasafni:
Laugardagur 21. September
Dagskrá:
10:00 – 14:00 í Elissu sal
10:00 – 12:00 – Klippimyndasmiðja með Estelle Pollaert
12:00 – 13:00 – Póstkortasmiðja með Lóu Hjálmtýsdóttur
13:00 – 15:00 – Fjölskyldustund: klippimyndasmiðja (barnabókasafn)
Andlitsmálun fyrir börnin:
10:00 – 14:00 á ganginum
Sögustundir á norrænum tungumálum:
10:00 – 13:00 á barnabókasafni og skrifstofu forstjóra (gömlu)
10:00 – sögustund á finnsku með Elli Kyyrönen – Barnabókasafn
Lesin verður bókin Sorsa Aaltonen ja lentamisen oireet eftir Veera Salmi and Matti Pikkujamsa.
10.30 – sögustund á dönsku með Nannaelvah Prem Bendtsen – Skrifstofa Forstjóra
Lesin verður bókin Da Mumbo Jumbo Kæmpe-blev stor eftir Jakob Martin Strid
11:00 – sögustund á norsku – Barnabókasafn
11:30 – sögustund á sænsku – Skrifstofa Forstjóra
12:00 – sögustund á íslensku með Lóu Hjálmtýsdóttur – Elissu salur
Frá klukkan 12-13 mun teiknarinn og barnabókahöfundurinn Lóa Hjálmtýsdóttir lesa upp úr bók sinni Grísafjörður. Póstkort gegna mikilvægu hlutverki í Grísafirði og í kjölfar upplestursins verður því skemmtileg póstkortasmiðja þar sem börnum og fullorðnum verður boðið að teikna og skrifa póstkort frá raunverulegum eða ímynduðum stað. Smiðjan og upplesturinn henta 7-10 ára en eldri og yngri systkini eru velkomin í fylgd með fullorðnum. Grísafjörður hlaut meðal annars Bóksalaverðlaunin og var tilnefnd til Barna- og ungmennabókaverðlauna Norðurlandaráðs
Kleinur og djús á meðan birgðir endast! – Skrifstofa forstjóra
Öll dagskráin er ókeypis og opin öllum. Aðgengi að sölum er misgott: Aðgengi að Elissu sal er yfirhöfuð gott fyrir hjólastóla, smá þröskuldur er inn í salinn. Aðgengi að barnabókasafni fyrir hjólastóla er í gegnum Hvelfingu sýningarsal og er lyfta frá aðalhæð niður í Hvelfingu. Salerni eru öll kynhlutlaus og aðgengilegt salerni fyrir hjólastóla og skiptiaðstaða fyrir börn er að finna á aðalhæð. Starfsfólk bókasafns veitir frekari upplýsingar um aðgengismál.
Um sýninguna:
„Tréð“ er sýning á barnabókasafni Norræna hússins sem beinir sjónum að mismunandi trjám í barnabókum. Hún inniheldur myndskreytingar úr tólf Norrænum myndabókum sem eiga það sameiginlegt að vera hluti af Bókagleypinum, sem er Norrænn gagnagrunnur með fræðsluefni sem tengist bókum sem hafa verið tilnefndar eru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Gagnagrunnurinn er ókeypis og aðgengilegur öllum, á öllum Norðurlandamálum, á bokslukaren.org.
Hjarta sýningarinnar og samkomustaður textíl skúlptúr í formi trés, gerður af finnsku listakonunni Corinnu Helenelund. Tréð er gagnvirkur skúlptúr, þar sem gestum bíðst að fá sér sæti með bók, njóta samvista eða fara í leiki. Á veggjum safnins verða dregnar fram myndskreytingar úr völdum bókum í bland við upprunaleg verk og skissur. Sýningin getur því veitt innsýn í ferlið við að búa til myndskreytingu og gefið áhugasömum innblástur og hvatningu til að gera eigin sögu.
Með sýningunni er sjónum beint að myndlæsi – skilningi á sögum óháð tungumálum og eru gestir hvattir til að lesa bækurnar í gegnum myndirnar.
Forsíðumynd inniheldur myndir úr bókum Lindu Bondestam og Svein Nyhus