Opinn leshópur
16:30
Bókasafn
Aðgangur ókeypis
Komdu og vertu með í samlestri í Norræna húsinu. Við hittumst á bókasafninu fimmtudaginn 22. ágúst klukkan 16:30 og lesum og ræðum um bókmenntir. Við lesum stuttan íslenskan prósatexta og endum á íslensku ljóði, hvort tveggja í enskum þýðingum. Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar.
Charlotte Christiansen, nýdoktor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, stýrir leshópnum, en hún er þjálfuð í að leiða lesendur.
Leshópurinn er hluti af rannsóknarverkefninu: Bókmenntamannfræði Íslands. Engin krafa er gerð á sérstakri þekkingu eða undirbúningi.
Viðburðurinn fer aðallega fram á ensku og skandinavísku.
Ekki hika við að skrifa á charlotte[hjá]arnastofnun.is ef þú vilt vera með.