Open Húsið


10:00 - 17:00
Hvelfing
Aðgangur ókeypis

Sýnendur:

Chrysanthi Koumianaki

Fanis Kafantaris

Hlökk Þrastardóttir

Helgi Valdimarsson

Eiríkur Páll Sveinsson 

Open stendur fyrir fimm sýningar og röð ólíkra viðburða með fjölbreyttum hópi íslenskra og erlendra listamanna á hverju ári.

Open er bæði vinnustofa og listamannarekið sýningarrými stjórnað af Arnari Ásgeirssyni, Hildigunni Birgisdóttur, Unu Margréti Árnadóttur og Erni Alexander Ámundasyni á Grandagarði 27 í Reykjavík. Við erum með fimm einkasýningar og um fimm viðburði á ári. Aðstandendur Open gefa vinnuna alla sína og eru styrkirnir notaðir að fullu fyrir sýningar og uppákomur sem fram fara í Open. Dagskrá Open er fjölbreytt og er ókeypis og opin öllum.

Open leggur áherslu á sýningar sem ýmist velta uppi spurningum um sýningarformið eða þurfa sveigjanleika sem ekki er mögulegur innan annara stofnanna eða samhengis. Við leitumst einnig við að sýna verk eftir listamenn sem hafa farið huldu höfði innan íslenskrar myndlistarsenu eða tilheyra jafnvel öðrum kimum samfélagsins. Það sem fyrir okkur vakir er að víkka út sýningarhugtakið bæði fyrirbærið sjálft en ekki síður að auka fjölbreytni þess sem skilgreinanlegt er sem verk þ.e. opna það sem telst sýningarbær list. Við munum fá erlenda listamenn til að sýna hérlendis en einnig leita til skapandi fólks sem starfar hérlendis en er af ýmsum ástæðum jaðarsett. Það sem drífur áfram þennan áhuga okkar er fyrst og fremst löngun í eitthvað nýtt, forvitni og brennandi áhugi á myndlist.