Øjeblikket og evigheden: tónlist og ljóð


19:00
Salur

Dorthe Højland Group + Einar Már Guðmundsson

Íslenskur rithöfundur og danskt tónskáld vinna saman

Dorthe Höjland, saxafónleikari frá Ry í Danmörku, og Einar Már Guðmundsson, rithöfundur og skáld frá Íslandi, hafa unnið að verki sem þau nefna Augnablikið og eilífðin.

Þar mætast tónlist og ljóðlist tveggja listamanna sem hrifist hafa af tjáningu hvors annars.

Einar Már Guðmundsson

Einar Már Guðmundsson er einn af þekktustu rithöfundum Íslands á okkar tímum og hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. Má þar nefna Bókmenntaverðlaun Norðulandaráðs árið 1995, Karen Blixen Medalíuna árið 1999 og Norrænu verðlaun Sænsku Akademíunnar árið 2012. Einar Már hefur maragoft áður unnið með tónlistarmönnum.

Dorthe Højland er tónskáld með lokapróf frá Konunglegu tónlistarakademíunni í Árósum. (??) Hún leikur á saxafón og stofnaði Dorthe Höjland Group. Hljómsveitn leikur djass, stundum kallaður norrænn djass, sem sé melódískur djass með ljóðrænu andrúmslofti og frjálsum spuna innan marka laglínunnar. Meðlimir í hljómsveitinni eru Dorthe Höjland sem leikur á saxófór, Jacob Höjland sem leikur á píanó, Thomas Sjhten á kontarbassa og Henrik Nielsen á trommur.

Dorthe Højland Group hefur áður komið að verkum eins og „Nordic Stories“ sem varð til í samvinnu við sænska ljósmyndarann Fredrik Holm. Hann myndaði fjölbreytilega náttúru Íslands sem urðu hljómsveitinni innblástur að litríkum vef tómlistar og spuna.

Í þetta sinn er samvinnan byggð á ljóðum íslenska skáldsins Einars Más Guðmundssonar. Ljóðin eru úr síðustu ljóðabók hans Til þeirra sem málið varðar. Upphaf samvinnunnar má rekja til Menningarvikunnar í lýðháskólanum í Rödding haustið 2021. Þar hlýddu hljómsveit Dorthe Højland og skáldið hvort á annað, og Dorthe hefur síðan samið tónlist byggða á ljóðunum sem teygja sig í ýmsa heima. Til þeirra sem málið varðar eru ljóð sem vakið mikla athygli, fengið góða dóma og verið þýdd á nokkur tungumál. Ljóðin snúast um upphaf og endi, ástina, árstíðirnar, náttúruna og alheiminn.

Dorthe Højland Group heldur nokkra tónleika ásamt Einari Má Guðmundssyni í lok ágúst og byrjun september. Með því að smella á þennann tengil getur þú séð allar dagsetningar:  https://www.dorthehojland.dk/ojeblikketogevigheden

 

Tónleikaferðin er styrkt af Stofnun Clöru Lachmanns, JazzDanmark/The Danish Art Foundation, Dansk-Íslenska félaginu, Letterstedtska Föreningen og af sjóðnum fyrir dansk/íslenska samvinnu.

……………

Einar Már Guðmundsson, ljósmynd: Hreinn Gudlaugsson
Cover ljósmynd: Per Bille

Upplýsingar veitir:
Dorthe Højland
+45 2670 7510
dorthehojland@me.com
www.dorthehojland.dk