NORTH OF NORMAL


NORÐUR AF NORMINU
Ljóðrænt samspil hversdagsleika og hverfuls landslags á Grænlandi

 Sýningin er innblásin af ljósmynd eftir hinn þekkta verkfræðing, ævintýramann og ljósmyndara Ivars Silis (f. 1940) sem verið hefur verið hluti af Artoteki Norræna hússins frá byrjun safnsins. Á myndinni má sjá hóp fólks sem slegið hefur upp útilegutjöldum. Fullorða fólkið er að ræða málin á meðan börnin baða sig i heitri laug. Hið stórbrotna umhverfi ljær myndina ævintýralegum og óraunverulegum ljóma, þrátt fyrir að í raun sé um hversdagslegar aðstæður að ræða. Það er þetta samspil hversdagsleika og nær áþreifanlegrar nærveru kynngimagnaðrar náttúrunnar sem hinir fimm ljósmyndarar sýningarinnar eiga sameiginlegt að hafa næmt auga fyrir.

Á sýningunni gefur að líta verk eftir ljósmyndara sem ýmist búa, hafa búið eða heimsótt Grænland. Margar af myndunum eru til að mynda teknar umhverfis þorpið Oqaatsut við Diskóflóa á vesturströndinni. Hinn virti finnski ljósmyndari Jukka Male bjó þar til að mynda árið 1995 og  má sjá fleiri myndir eftir Sögu Sig, Jonas Ersland og Anders Berthelsen frá svipuðum slóðum á árunum 2017-2018.

Í tilefni af 50 ára afmæli Norræna Hússins verða verkin færð Artoteki Norræna hússins, og gefst því almenningi kostur á að fá verkin lánuð heim þegar sýningin verður tekin niður. 

Ljósmyndarar:

Anders Berthelsen (GL)
Jonas Ersland (NO)
Jukka Male (FI)
Ivars Silis (LV/DK/GL)
Saga Sig (IS)

Mynd í Banner: Strakar eftir Saga Sig