Norrænn Jóla Matseðill að hætti meistarakokka Nomy


Jóla Pop-Up Nomy

Í nóvember og desember mun kokkasveit Nomy halda jóla-popup í Norræna húsinu. Þar verður boðið upp á spennandi jólamatseðil þar sem fjölbreyttir klassískir jólaréttir, í bland við nútíma áherslur í hágæða matargerð, koma á borð gesta til að deila.

Eftirtaldar dagsetningar eru í boði:
29. – 30. nóvember Jólamatseðill – Set Menu
6. – 7. desember Jólamatseðill – Set Menu

Athugið að takmarkaður sætafjöldi er á þessum dagsetningum og því er betra að bóka fyrr en síðar.
Einnig er boðið upp á fleiri dagsetningar fyrir 30-50 manna hópa. Þetta er tilvalið fyrir þá sem vilja vera út af fyrir sig og eiga notalega kvöldstund í því yndislega umhverfi sem Norræna húsið býður upp á.

Vinsamlega hafið samband og takið frá dagsetningu með því að senda okkur línu á nomy@nomy. is eða hringja í síma 777-1017.

Lystaukar

Tvíreykt hangikjöt á flatbrauði – Einiberjagrafin gæs á laufabrauði – Síld með piparrót og eplum

Forréttir

Grafinn lax með hunangssinnepi, dilli, sellerí og íslensku wasabi

Hreindýrapaté með kóngasveppum og íslenskum hrútaberjum

Stökksteikt rauðspretta með remúlaði

Aðalréttir

Grilluð andabringa með rauðrófu- og kirsuberjakremi ásamt rauðkáli, shitake sveppum og rósakáli

Til hliðar

Hægelduð andalæri, sykurbrúnaðar kartöflur og andasósa

Eftirréttur

Jólasúkkulaðikúla með Tanariva súkkulaðimús, hindberjum, vanilluís og súkkulaðisósu

Verð 8.900 kr.

Vínpörun 5.900 kr.

– Drykkir eru greiddir á staðnum –

8.900 kr

NOMY.IS