Tónleikaröð Norræna hússins


20:00

Kaupa miða

Verið velkomin á Tónleikaröð Norræna hússins alla miðvikudaga í sumar frá 14. Júní til 30. ágúst. Tónleikaröðin inniheldur rjómann af íslenskum djassi og íslenskri þjóðlagatónlist, með smá áhrifum frá latínu- og balkantónlist, sem og góðum gesti frá Svíþjóð. Tónleikaserían einkennist af afbragðs tónlistarmönnum og spannar allt frá hinu melankólíska og lágstemmda yfir í hið ástríðufulla og stormasama.

Tónleikarnir fara fram í Aðalsal Norræna hússins og miðaverð er 2000 kr.

Dagskrá

14. júní Ragnheiður Gröndal
21. júní Umbra
28. júní Baldvin Snær Hlynsson
5. júlí Krilja
12 júlí Snorri Helgason
19 júlí Tómas R. tríó
26 júlí Stína Ágústsdóttir
2. águst Ragnheiður Gröndal
9. águst Skuggamyndir frá Býsans
16. águst Tómas R. kvartett
23. águst Umbra
30. águst Þorgrímur Jónsson

Miðvikudagar í Norræna húsinu