Mýrin: vinnustofur


10-15.30

MYNDLISTARSMIÐJUR,FYRIRLESTUR OG VIÐBURÐIR

10:00 – 11:30 | SAGNAFLÓÐ OG VINNUSTOFA

Marit Törnqvist (NL/SE) hefur myndskreytt margar af bókum Astrid Lindgren, meðal annars bókina Suðurengi sem hún mun lesa. Um miðjan vetur elta tvö börn fallegan rauðan fugl inn í skóginn. Fuglinn flytur þau inn í dulin heim fullan af blómum, pönnukökum og hamingjusömum börnum. Í þessari vinnustofu sköpum við ævintýrafugla í öllum litum regnbogans.  Hvert vilt þú að fuglarnir fljúgi með þig?

Barnabókasafn | Á sænsku / íslensk túlkun | Skráning fyrir 11. október | 7-11 ára


10:00 – 11:30 | VINNUSTOFA

 

Nú hefur þú tækifæri til að taka þátt í alvöru sýningu og sjá þitt eigið verk uppi á vegg! Í þessari vinnustofu verður einn veggurinn á sýningunni Barnabókaflóðið, skreyttur með verkum eftir börn sem taka þátt í vinnusmiðjunni undir leiðsögn Jenny Lucander frá Finnlandi.

Sýningarsalur | Á sænsku / íslensk túlkun | Skráning fyrir 11. október | 6-12 ára


11:00 – 11:45 | SAGNAFLÓÐ OG SPJALL

 

Bækur Áslaugar Jónsdóttur rithöfundar og myndlistarmanns og bækur Kristínar Helgu Gunnarsdóttur rithöfundar hafa fyrir löngu fundið sér leið inn í hug og hjörtu fjölmargra Íslendinga. Í ár eru þær báðar tilnefndar til Barna og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og munu lesa úr og fjalla um bækur sínar. Bók                Kristínar Helgu er Vertu ósýnilegur – flóttasaga Ishmaels og frá Áslaugu kemur bókin Skrímsli í vanda sem hún skrifar í samvinnu við Kalle Güttler og Rakel Helmsdal. Snæbjörn Brynjarsson rithöfundur stýrir spjalli.

Fyrirlestrasalur | Á íslensku | Allur aldur

12:00 – 13:00 | DÝRAFIMI OG LJÓÐANUDD

Ertu í stuði fyrir fimleika með dýrunum úr bókinni Dýr sem enginn hefur séð annar en við? Getur þú stappað niður fótunum eins og Bombom? Reynt að fljúga eins og Dagling eða hoppa eins og Hoppelig? Eftir smá upphitun er kominn tími á ljóðanudd þar sem börn og foreldrar nudda hvert annað við hljóð og takt dýraljóðanna. Stjórnandi er Mikaela Wickström.

Blackbox | Á sænsku / íslensk túlkun | Skráning fyrir 11. október |  Frá 4 ára í fylgd forráðamanns


12:30 – 13:00
| FYRIRLESTUR

HVERS VEGNA LESENDUR FANTASÍA MUNU BJARGA HEIMINUM – Siri Pettersen er höfundur þríleiksins Ravneringene, sem ætlaður er unglingum. Þriðja bókin kom út árið 2015 en persónur bókanna lifa góðu lífi í myndverkum aðdáenda þeirra. Í mjög svo áhugaverðum og skemmtilegum fyrirlestri mun Siri útskýra hvernig heimur fantasíunnar endurspeglar okkar heim. Hrós í garð, oft á tíðum, misskilinna bókmennta.

Fyrirlestrasalur | Á ensku | Allur aldur frá 13+


13:15 – 14:00 | MÁLSTOFA

DEIGLAN – ÍSLENSKAR BARNABÆKUR Í DAG OG Á MORGUN – Staðan í útgáfumálum á íslenskum barnabókum? Hvaða barnabækur koma út í íslenskri þýðingu? Hvað munu íslensk börn lesa í framtíðinni? Þátttakendur: Þórdís Gísladóttir rithöfundur, Þorgerður Agla Magnúsdóttir (Angústúra), Marta Hlín Magnadóttir (Bókabeitan), Sigríður Kristjana Ingimarsdóttir (MA í ritstjórn og útgáfu) og fulltrúar frá bókaráði Hagaskóla. Stjórnandi er Linda Ólafsdóttir teiknari.

Fyrirlestrasalur | Á íslensku

13:30 – 14:30 | FURÐUFUGLASKOÐUN

Spéfuglarnir Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring draga þátttakendur niður í barnabókadeild að föndra og út um víðan völl í Vatnsmýrinni, í leitinni að hinum eina sanna furðufugli og félögum hans. Gæsir, endur og álftir gætu orðið á vegi þátttakenda og alveg örugglega töluvert af gæsaskít.

Barnabókasafn og gróðurhúsið | Á íslensku | Skráning fyrir 11. október | Allur aldur

 

14:10 – 14:30 | BARNABÓKAFLÓÐIÐ | SÝNINGARLEIÐSÖGN
Leiðsögn um sýninguna með Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur listrænum stjórnanda hennar. Frekari upplýsingar á s. 11.

Sýningarsalur | Á íslensku | Allur aldur

15:00 – 15:45 | TÓNLIST OG TEIKNUN

Einstakur viðburður með myndhöfundinum Benjamin Chaud frá Frakklandi. Chaud er þekktur fyrir bækur sínar um Bangsa litla. Gestir munu fá innsýn í hvernig sögur hans verða til á sama tíma og hann teiknar ný ævintýri við undirleik tónskáldsins Kira Kira.

Fyrirlestrasalur | Ókeypis | Allur aldur

Registration at myrinfestival@gmail.com.

All workshops and events for children are free of charge.