Hugur minn líður
13:00
Aðgangur ókeypis
Sópransöngkonan Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir og píanóleikarinn Guðmundur Hafsteinsson frumflytja ljóðaflokk Guðmundar, Hugur minn líður, við ljóð Snorra Hjartarsonar á hádegistónleikum á Óperudögum. Um er að ræða tíu sönglög sem Ragnheiður og Guðmundur hljóðrituðu í sumar en fá hér að hljóma opinberlega í fyrsta sinn!
Aðgengi
Norræna húsið hefur ágætt aðgengi í flest rými hússins. Að húsinu liggur hjólastólarampur og inni í húsinu er lyfta sem fer niður í sýningarrýmið Hvelfingu.