Mr. Silla á Pikknikk
Hugguleg stund í notalegu umhverfi.
15:00
Mr. Silla eða Sigurlaug Gísladóttir hefur verið sjálfstætt starfandi tónlistarkona í um áratug ásamt því að starfa með hljómsveitum og tónlistarmönnum á borð við múm, Snorra Helgason, Low Roar og mörgum fleiri. Hún ætlar að spila fyrir okkur lög héðan og þaðan, hún mun flytja sín eigin lög í bland við uppáhaldslög hennar eftir aðra tónlistarmenn og konur.
Mr. Silla kemur fram á Pikknikk tónleikaröðinni 28.júní kl. 15:00. Tónleikarnir fara fram í gróðurhúsi Norræna hússins.
Frítt er inn á tónleikana.