Miðdegisfundur: Byggjum fyrir fólk
15:00-16:30
Nærri öllum okkar tíma er varið inni í eða nálægt byggingum, sem gerir þær að ómissandi hluta af lífi okkar. Undanfarið hafa áhrif hins byggða umhverfis á heilsu okkar fengið athygli og spurningar um það hvernig við bætum byggingar til að stuðla að líkamlegri og andlegri heilsu fólks verið til umræðu á Íslandi. Á sama tíma stefnum við einnig að því að bæta umhverfisáhrif bygginga.
Þessari spurningu og fleirum verður svarað á viðburðinum sem Grænni byggð, Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands og Norræna húsið halda í Norræna húsinu, fimmtudaginn 22. janúar, kl. 15:00-16:30.
Viðburðurinn hefst á því að kynna evrópska verkefni New European Bauhaus, sem miðað að því að samþætta umhverfislega sjálfbærni við vellíðan notenda byggingarumhverfisins og mögulega þess til þess að mæta ýmsum áskorunum sem við stöndum frammi fyrir á Íslandi.
Í kjölfarið verða pallborðsumræður um menningarlegar, félagslegar og umhverfislegar víddir byggingarumhverfisins og hvernig við getum blandað þeim saman.
Skráning á fundinn í Norræna húsinu er nauðsynleg og verður lokað fyrir skráningu þegar hámarksfjölda er náð – fyrstur kemur fyrstur fær! Skráning fer fram hér: https://forms.gle/NmBAbW7ZnFKVtSLV9
Viðburðinum verður einnig streymt, skráning er ekki nauðsynleg til þess að fylgjast með í streymi.
Ítarleg dagskrá verður birt fljótlega. Taktu tímann frá og fylgstu með!