
Menningarnótt: Djasstónleikar með Frítt Fall
17:00
Frítt Fall er tríó sem sameinar þrjár fjölbreyttar raddir úr norrænu djasssenunni.
Kresten Osgood (Danmörku) er án efa einn virtasti trommari og fjölhljóðfæraleikari Danmerkur síðustu ára. Frá því á tíunda áratugnum hefur hann leikið með mörgum af stærstu nöfnum djassins og frjálsa djassins, þar á meðal Paul Bley, Brad Mehldau, Peter Brötzmann, til að nefna nokkra. Þegar Kresten spilar dragast bæði áhorfendur og samverkamenn hans inn í ótrúlega frjálsa, næma og sjálfsprottna tónlist hans.
Bárður R. Poulsen (Færeyjum) hefur búið í Noregi síðustu 14 árin og hefur verið virkur i norsku djasssenuni. Hann leikur í tríói Inga Bjarna, og er stofnfélagi hljómsveita á borð við Wako, Espen Berg Trio og Flukten. Hann hefur komið fram í Japan, Kína, Grikklandi, Suður-Afríku, og víða um Evrópu og i Noregi.
Kristian Blak (Danmörku/Færeyjum) er tónlistarmaður, tónskáld og ástríðufullur útsetjari. I djasshljóðveri sínu Yggdrasil hefur hann frá 1980 gefið út fjölda platna með listamönnum á borð við Anders Jormin, Tore Brunborg, Bjørn Alterhaug og fleiri. Hann hefur komið fram um allan heim.
Their spila í Reykjavík með Sölva Kolbeinssyni.
Sölvi Kolbeinsson (f. 1996) er íslenskur saxófónleikari og tónskáld. Eftir að hafa lært klassískan og djass-saxófón á Íslandi flutti hann til Berlínar þar sem hann stundaði nám við Jazz-Institut Berlin (BA, 2015–2019). Á árunum 2021–2023 bjó hann í Kaupmannahöfn þar sem hann spilaði með þekkta reggíhljómsveitinni Guiding Star Orchestra. Frá haustinu 2023 hefur Sölvi búið í Reykjavík þar sem hann kemur fram og kennir tónlist.