Menningarnótt: Djass­tón­leikar með Frítt Fall


17:00
Elissa Auditorium
Aðgangur ókeypis

Frítt Fall er tríó sem sameinar þrjár fjölbreyttar raddir úr norrænu djasssenunni.

Kresten Osgood (Danmörku) er án efa einn virtasti trommari og fjölhljóðfæraleikari Danmerkur síðustu ára. Frá því á tíunda áratugnum hefur hann leikið með mörgum af stærstu nöfnum djassins og frjálsa djassins, þar á meðal Paul Bley, Brad Mehldau, Peter Brötzmann, til að nefna nokkra. Þegar Kresten spilar dragast bæði áhorfendur og samverkamenn hans inn í ótrúlega frjálsa, næma og sjálfsprottna tónlist hans.

Bárður R. Poulsen (Færeyjum) hefur búið í Noregi síðustu 14 árin og hefur verið virkur i norsku djasssenuni. Hann leikur í tríói Inga Bjarna, og er stofnfélagi hljómsveita á borð við Wako, Espen Berg Trio og Flukten. Hann hefur komið fram í Japan, Kína, Grikklandi, Suður-Afríku, og víða um Evrópu og i Noregi.

Kristian Blak (Danmörku/Færeyjum) er tónlistarmaður, tónskáld og ástríðufullur útsetjari. I djasshljóðveri sínu Yggdrasil hefur hann frá 1980 gefið út fjölda platna með listamönnum á borð við Anders Jormin, Tore Brunborg, Bjørn Alterhaug og fleiri. Hann hefur komið fram um allan heim.

Their spila í Reykjavík með Sölva Kolbeinssyni.

Sölvi Kolbeinsson (f. 1996) er íslenskur saxófónleikari og tónskáld. Eftir að hafa lært klassískan og djass-saxófón á Íslandi flutti hann til Berlínar þar sem hann stundaði nám við Jazz-Institut Berlin (BA, 2015–2019). Á árunum 2021–2023 bjó hann í Kaupmannahöfn þar sem hann spilaði með þekkta reggíhljómsveitinni Guiding Star Orchestra. Frá haustinu 2023 hefur Sölvi búið í Reykjavík þar sem hann kemur fram og kennir tónlist.