Matseðill náttúrunnar: Dagur sjálfbærrar matargerðarlistar


17:00
Aðgangur ókeypis

Í tilefni alþjóðlegs dags sjáfbærrar matargerðarlistar bjóðum við uppá gönguferð og plöntusmakk fyrir utan Norræna húsið. Í gönguferðinni, sem Borgarnáttúra – Urban Biodiversity leiðir, munum við bera kennsl á villtar matjurtir, og kynna okkur gróðurinn á svæðinu. Gangan hefst við Norræna húsið kl. 17, þriðjudaginn 18. júní. Þátttaka er ókeypis og öll eru velkomin!

Við gróðurhús Norræna hússins mun Slow Food Reykjavík vera með sýnimatreiðslu, þar sem kokkar frá Slow Food hreyfingunni vinna með staðbundin hráefni og villtar íslenskar plöntur – og gestir geta að sjálfsögðu fengið smá smakk og spjallað við kokkana. Auk þess mun Plantan Bistro bjóða uppá sjálfbæra og bragðgóða smakkrétti/drykki, og fulltrúar W.O.M.E.N. in Iceland verða á staðnum og kynna matjurtagarðinn sem hópurinn ræktar við Norræna húsið.

Viðburðurinn er í boði Norræna hússins, Borgarnáttúru – Urban Biodiversity Iceland, Slow Food Reykjavík, W.O.M.E.N. in Iceland og Plantan Bístró.

Aðrir viðburðir