Málþing um norðurslóðir


12-14

Norræna húsið / Aðgangur ókeypis / Fer fram á ensku.

RIFF stendur fyrir málþingi þar sem kvikmyndagerðarfólk, listafólk, vísindasamfélagið og hagsmunaaðilar geta átt samtal við almenning um málefni norðurslóða sem eru í brennidepli í sérstökum flokki kvikmynda á RIFF í ár.
Kristinn Schram stýrir málþinginu en meðal þátttakenda eru Andri Snær Magnason, Einari Paakkanen, Elina Pohjola og Trude Berge Ottersen.

 

RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík fer fram 28. september til 8. október í Háskólabíói, Norræna húsinu og víðar um bæinn. Upplýsingamiðstöð hátíðar er á Hlemmi Square hóteli en miðasala fer jafnframt fram í Háskólabíói og Bóksölu stúdenta í Háskóla Íslands.
Passi á RIFF kostar á 14.900, verð fyrir nema og aldraða er 11.900.
Stakir miðar á 1.500kr og klippikort sem gildir á 8 sýningar og sem hægt er að deila með vinum eða fjölskydumeðlim er á 9.600 kr. Miðasala og frekari upplýsingar á www.riff.is