Málþing: Sjálfsmynd – Heimsmynd STREYMI
08:30 - 15.50
Sjálfsmynd – Heimsmynd
Málþing: Fyrirlestrar og pallborðsumræður um margbreytilegar heimsmyndir og sjálfsmyndir í barnabókum.
08.30–09.00 Skráning og morgunkaffi
09.00–09.10 Ávarp: Eliza Jean Reid forsetafrú og stofnandi Iceland Writers Retreat heldur setningarræðu.
09.10–09.20 Kynning verðlauna: Sigurður Ólafsson, verkefnastjóri skrifstofu Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, kynnir verðlaunin og hlutverk þeirra.
09.20–10.35 Goðsagnir og fantasíur: Málstofa um norrænan arf, fantasíur og framtíðarstefnur í bókmenntum fyrir ungt fólk. Hvaða sjálfsmyndir má sækja í norrænan bókmenntaarf og hvaða heimsmyndir birtast í fantasíum og spennubókum? Bjarndís Helga Tómasdóttir meistaranemi í íslenskum bókmenntum, Anna Heiða Pálsdóttir doktor í barnabókmenntum og rithöfundarnir Gunnar Theódór Eggertsson, Martin Widmark frá Svíþjóð og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir halda erindi og taka þátt í umræðum.
Stjórnandi: Olga Holownia.
10.35–10.50 Kaffihlé
10.50–11.50 Brjálaður heimur?: Rithöfundar leiða málstofugesti inn í veröld unglingsins. Þar má finna spennu og glæpi, raunsæi og rómantík, en fáir leita sjálfsmyndar ákafar en unglingar í heimi sem kann að virðast brjálaður. Rithöfundarnir Hildur Knútsdóttir, Salla Simukka og Kenneth Bøgh Andersen halda erindi og taka þátt í umræðum.
Stjórnandi: Halla Þórlaug Óskarsdóttir.
11.50–12.30 Hádegisverður
12.30–13.00 NORD: Lestur og leikur: Rithöfundurinn Camilla Hübbe og Susana Tosca, sérfræðingur í stafrænni fagurfræði, kynna NORD, gagnvirka app-skáldsögu sem býr til nýjan norrænan myndheim. Sagan vinnur á nýstárlegan hátt úr samnorrænum menningararfi og norrænni goðafræði og fjallar meðal annars um loftslagsbreytingar og hættuna sem stafar af þeim.
13.00–13.50 Kort og landslag: Kort og landslag, ímyndaðir staðir og alvöru skrímsli. Hvað má læra af því að rannsaka kort í barnabókum? Hvernig er hægt að kanna ímyndaða veröld? Eiga staðfræði og bókmenntir samleið? Nina Goga frá Háskólanum í Bergen, Björn Sundmark frá Háskólanum í Malmö, Olga Holownia frá Háskóla Íslands og Lára Aðalsteinsdóttir frá Reykjavík bókmenntaborg UNESCO kanna sýn á norræna náttúru og landslag í barnabókum og hvernig kort geta stutt við málskilning og áhuga á bókmenntum.
13.50–14.40 Á leikvelli bókmenntanna: Lestur og leikur – Þróun og nýsköpun í gagnvirkum bókmenntum. Umræður um gagnvirkar barnabókmenntir og lestrarupplifun tengda fleim. Þátttakendur: Susana Tosca, Nina Goga, Olga Holownia og Björn Sundmark.
Stjórnand: Ævar Þór Benediktsson.
14.40–15.00 Kaffihlé
15.00–15.50 Öðruvísi venjulegur: Hver er venjulegur og hver er öðruvísi? Málstofa um sjálfsmynd, minnihlutahópa og jaðarsetta einstaklinga í barnabókum. Hefur persónusköpun í barnabókum breyst með tilliti til jaðarhópa? Lawrence Schimel, Kenneth Bøgh Andersen og Kätlin Kaldmaa halda erindi og taka flátt í umræðum.
Stjórnandi: Bryndís Björgvinsdóttir.
Skráningu er lokið en streymt verður beint frá málþinginu.