Málþing: Leiðir til jafnræðis í listum


10:00 - 15:00
Salur
Aðgangur ókeypis
Velkomin á málþing um Leiðir til jafnræðis í listum sem haldið verður 16. nóvember 2024, frá kl. 10:00 til 15:00 á Reykjavík Dance Festival. Við munum skoða jafnræði, fjölbreytni og aðgengi í sviðslistum, með keynote ræðu frá Abid Hussain, forstöðumann fjölbreytni hjá Arts Council England, og pallborðsumræðum á milli Julian Owusu, Dr. Kristíni Loftsdóttur og Miriam Petru Ómarsdóttur Awad. Danshöfundurinn, leiðbeinandinn og listræni stjórnandinn Sonya Lindfors heldur utan um viðburðinn sem samanstendur af ræðum, pallborðsumræðum, innleggi frá listafólki og hópavinnu. Málþingið er opið fyrir öll og hvetjum við fólk til að skrá sig til að tryggja þátttöku.

Málþingið er meðframleitt af Sviðslistamiðstöð Íslands og Norræna Húsinu og er hluti af BRIDGES – norrænu samstarfsverkefni styrkt af Kultur Kontakt Nord. Aðrir þátttakandur í verkefninu eru MDT, HAUT, Dansens Hus, Oslo og UrbanApa.

Dagskrá:

10:00: Dyrnar opna með kaffi og te
10:15: Setning og upphitunarsamtal
10:30: Keynote-fyrirlestur um jafnræði og mikilvægi þess fyrir listir
11:15: Pallborðsumræður og spurningar
12:20: Hlé með hádegisverði
13:00: Listviðburðir / tónlistaratriði
13:10: Þrjár stuttar ræður / framtíðardraumar frá Örnu Magneu Danks, Dýrfinnu Benita Basalan, Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur
13:50: Hringborðsumræður um samstarf
14:45: Samantekt og lokaorð

Frítt inn og öll velkomin!

Skráningarhlekk má nálgast með því að smella hér. 

Aðgengi að Elissu sal er ágætt fyrir hjólastóla, lágur þröskuldur er inní salinn. Aðgengileg og kynhlutlaus salerni eru á sömu hæð. Viðburðurinn fer fram á ensku.