Lýðræði á ystu nöf: Hvernig bregst unga fólkið við?


16:30 - 18:00
Elissa Auditorium
Aðgangur ókeypis

Lýðræðið er á undanhaldi – og við stöndum frammi fyrir þeirri áskorun að verja það gegn ógnum en á sama tíma varðveita lögmæti þess. Norðurlöndin virða meginstoðir lýðræðisins: frjálsar og sanngjarnar kosningar, virka þátttöku borgarasamfélagsins, tjáningar- og fjölmiðlafrelsi, og jafnrétti. En þegar heimurinn virðist vera að snúa baki við lýðræðinu, hvað er þá til ráða?

Norræna ráðherranefndin stendur fyrir málþinginu “Lýðræði á ystu nöf: Hvernig bregst unga fólkið við?” þann 27. Maí, kl. 16.30 – 18:00 í Norræna húsinu.

Umræðurammi:
Getur lýðræðið útilokað ólýðræðislegar raddir og á sama tíma haldið trúverðugleika sínum? Hvernig hefur upplýsingaóreiða og skautun áhrif á getu okkar til að leiða uppbyggilega lýðræðislega umræðu? Og mikilvægast af öllu, framtíðin: hvernig getum við tryggt að unga kynslóðin taki þátt í lýðræðinu á tímum sem einkennast af rangfærslum og vantrausti? Eru ungmenni orðin auðveldur skotspónn fyrir ólýðræðisleg öfl vegna algóritma, samfélagsmiðla og bergmálshella?

Í upphafi 18. aldar sagði John Adams: ”Það hefur enn ekki verið til lýðræði, sem ekki hefur framið sjálfsmorð.” Og spurningin er enn – hafði hann rétt fyrir sér?

Viðburðurinn fer fram á ensku.

Livestream link : https://vimeo.com/thenordichouse

Dagskrá:

  • Opnunarorð: Jonas Hammer, starfsnemi í Norræna húsinu, meistaranemi í stjórnmálafræði við Háskólann í Árósum, og skipuleggjandi viðburðar.
  • Ávarp: Maximillian Conrad, Prófessor við Háskóla Ísland, kynnir verkefnið RECLAIM – Reclaiming Liberal Democracy in the Postfactual Age.
  • Ávarp: Skúli Bragi Geirdal, Sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands

 

Pallborðsumræður:

  • Maximillian Conrad, Prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Ísland
  • Tinna Isebarn, Framkvæmdastjóri Landssambands Ungmennafélaga
  • Heiðrún Vala, ungmennafulltrúi Amnesty International
  • Skúli Bragi Geirdal, Sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands
  • Lóa Björk Björnsdóttir, þáttastjórnandi á Rás 1


Ræðustjóri:
Jón Gunnar Ólafsson, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Jonas Hammer, starfsnemi í Norræna húsinu og meistaranemi við Háskólann í Aarhus skipulagði viðburðinn.

 

Aðgengi:

Aðgengi að Elissa-ráðstefnusalnum er gott – þar er lágur þröskuldur inn í salinn. Á sömu hæð er salerni með góðu aðgengi og skiptiaðstöðu. Rampar liggja frá bílastæði upp að inngangi Norræna hússins og við aðalinngang er sjálfvirkur hurðaropnari.