Lýðræðið úr jafnvægi: Hvernig getum við aukið þátttöku ungs fólks


16:30 - 18:30
Salur
Aðgangur ókeypis

Lýðræðið stendur frammi fyrir krefjandi áskorun: Hvernig á það að bregðast við ólýðræðislegum ógnum samtímans án þess að glata lögmæti sínu? Norðurlöndin hafa löngum verið þekkt fyrir að byggja á traustum stoðum lýðræðisins: frjálsum og sanngjörnum kosningum, virkri þátttöku borgaranna, tjáningar- og fjölmiðlafrelsi, og jafnrétti. En á tímum þegar heimurinn virðist í auknum mæli snúa baki við lýðræðinu – hvað eigum við að gera?

Getur lýðræði, með trúverðugleika sinn í húfi, útilokað gagnrýnar raddir?

Hvernig hafa samsæriskenningar og pólun samfélagsins áhrif á getu okkar til að skapa málefnalega og uppbyggilega lýðræðisumræðu?

Og ekki síst: framtíðin. Hvernig tryggjum við að þessi og komandi kynslóðir ungs fólks á Norðurlöndum taki virkan þátt í lýðræðislegu samfélagi á tímum vantrausts og upplýsingaóreiðu?

Eru ungmenni orðin sérstaklega viðkvæm fyrir áhrifum ólýðræðislegra afla – fyrir tilstuðlan reiknirita, samfélagsmiðla og bergmálshringa?

Í byrjun 18. aldar sagði John Adams:

„Það hefur aldrei verið til lýðræði sem ekki hafi framið sjálfsvíg.“

Spurningin stendur enn þá – hafði hann rétt fyrir sér?

Viðburðurinn fer fram á ensku.

Dagskrá:

  • Inngangur

    Inngangur og stjórn umræðna: Jón Gunnar Ólafsson, lektor við stjórnmálafræðideild

  • Erindi: Maximillian Conrad, prófessor við Háskóla Íslands RECLAIM – Að endurheimta frjálslynt lýðræði á tímum eftir sannleikann (15 mín)

 

Pallborðsumræður með:

  • Maximillian Conrad, prófessor við Háskóla Íslands

  • Tinna Isebarn, framkvæmdastjóri Landsráðs ungmennafélaga

  • Heiðrun Vala, fulltrúi ungs fólks – Amnesty International

  • Skúli Bragi Geirdal, forstöðumaður SAFT – Miðstöð netöryggis á Íslandi

Jonas Hammer er frumkvöðull og starfsnemi í Norræna húsinu.

Aðgengi:

Aðgengi að Elissa-ráðstefnusalnum er gott – þar er lágur þröskuldur inn í salinn. Á sömu hæð er salerni með góðu aðgengi og skiptiaðstöðu. Rampar liggja frá bílastæði upp að inngangi Norræna hússins og við aðalinngang er sjálfvirkur hurðaropnari.