Lög Trefjaefna // HönnunarMars


Lög Trefjaefna; Tilraunakennd efnishönnun

Sýningarteymið sameinar áhuga sinn á náttúruinnblásnum hugmyndum líkt og með notkun náttúrulegs trefjaefnis og lagskiptri byggingu efnisins. Hugmyndirnar sýna nýstárlegar tilraunir milli efnis og byggingar með beitingu prjóns og pappírsgerðartækni.

Lög Trefjaefna er samsýning milli hönnuðanna Báru Finnsdóttur(IS) og Dominyka Sidabraite(LT) þar sem þær sýna úrvalsbrot úr bachelor og meistaraverkefnum sínum í textíl- og yfirborðshönnun frá Listaháskólanum Berlin Weissensee School of Art.

  

Sýningarteymið sameinar áhuga sinn á náttúruinnblásnum hugmyndum líkt og með notkun náttúrulegs trefjaefnis og lagskiptri byggingu efnisins. Hugmyndirnar sýna nýstárlegar tilraunir milli efnis og byggingar með beitingu prjóns og pappírsgerðartækni.
Sýningarverkefni þeirra bjóða upp á áhugaverða og sjaldgæfa innsýn í ferli hönnunar- og efnisrannsóknar, ferli sem eiga sér mikla möguleika á frekari þróunarvinnu.
Sýningin samanstendur af rannsóknarferlum, sýnishornum og yfirborðum verka á stærri skala. Efnisval sýningarinnar sýnir fram á marghliða valkosti á framleiðslu og notkun náttúrulegra trefjaefna í sjálfbæru, tæknilegu og skapandi samhengi.

Sýnt í Alvar stofu Norræna hússins

Vefsíða verkefnisins

HönnunarMars

Opnunartími yfir hátíðina

28. mars: 11:00–22:00
29. mars: 11:00–22:00 Opið hús með hönnuðum milli kl. 16-18. Léttar veitingar í boði.
30. mars: 11:00–17:00
31. mars: 13:00–17:00