A photo from a performance and concert. A blue and dark background. A woman singing.

Ljóðsagan Mörsugur: útgáfu bókar og tónlistar fagnað


16:00
Salur
Aðgangur ókeypis

Mörsugur er ópera fyrir rödd með rafhljóðum og myndbandsverki, byggð á ljóðsögu eftir Ragnheiði Erlu Björnsdóttur. Ljóðsagan er brotakennd frásögn með útúrdúrum sem gerist í þjóðsagnakenndri íslenskri náttúru. Erkitýpurnar sem persónan er byggð á eru goðsagnakenndar kvenfyrirmyndir. Í verkinu er reynt að ná utan um þokukennt hugarástand konu sem er á milli heima, á milli ljóss og myrkurs og þar sem minningar og raunskynjun renna í eitt. Verkið er unnið í samsköpunarferli Ásbjargar Jónsdóttur tónskálds, Heiðu Árnadóttur söngkonu og Ragnheiðar Erlu Björnsdóttur ljóðskálds og tónskálds. Myndbandsverk er eftir Ásdísi Birnu Gylfadóttur.

Verkið var frumflutt í Hörpu árið 2023 og hlaut tvær Grímutilnefningar, fyrir tónlistina og sönginn en Heiða hlaut Grímuverðlaunin fyrir sönginn í verkinu. Nú hafa þær tekið verkið upp auk þess sem þær hafa unnið að bókverki sem innihalda ljóðsögu Ragnheiðar Erlu, grafíska útfærslu hennar unnar af Ásbjörgu, stillur úr myndabandsverkum Ásdísar, teikningar Ragnheiðar Erlu auk handskrifaðra nótna af hlutum verksins. Samhliða bókinni er hægt að hlusta á verkið sem verður gefið út samhliða bókinni á streymisveitunni Bandcamp. Þorgrímur Þorsteinsson sá um upptökur og hljóðvinnslu.
 
Söngur: Heiða Árnadóttir
Tónskáld: Ásbjörg Jónsdóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir 
Dramatúrgur : Kolbrún Anna Björnsdóttir
Myndbandsverk: Ásdís Birna Gylfadóttir
Búningar: Heiða Eiríksdóttir og Katla Sigurðardóttir
Á viðburðinum verður verkið flutt í heild sinni af Heiðu Árnadóttur söngkonu og um leið verður útgáfu bókarinnar og tónlistarinnar fagnað. 
 
Bókina og tónlistina gefa Þrjátíu fingurgómar út (Ásbjörg, Heiða og Ragnheiður).
Aðgengi að Elissu sal er ágætt, lágur þröskuldur er inn í salinn. Aðgengileg salerni eru á sömu hæð. Viðburðurinn er gjaldfrjáls.