LJÓÐRÆNAR FRÉTTIR FRÁ FINNLANDI
18:00-19:00
Pavilion
Aðgangur ókeypis
Verið velkomin á ljóðakvöld þar sem kveðskap og samtali um íslensku og finnsku er fagnað.
Lesið verður á íslensku, finnsku og ensku af Anni Sumari, Vilja-Tuulia Huotarinen og Kára Tulinius.
Ljóðskáldin:
Anni Sumari (FI), rithöfundur og þýðandi. Auk eigin ljóðabóka hefur hún þýtt tuttugu bækur, þ.á.m. bækur eftir Louise Glück, Anne Sexton, Samuel Beckett og Bernardine Évaristo.
Kári Tulinius (IS), ljóðskáld, rithöfundur og meðritstjóri smásagnaveftímaritsins Stelkur.
Aðgengi að skálanum er ekki gott fyrir hjólastóla. Skálinn stendur fyrir framan lítinn garð þar sem má finna lítnn grasblett og borð. Lítill malarstígur liggur upp að skálanum frá bílastæðinu. Aðgengileg og kynhlutlaus salerni eru á fyrstu hæð Norræna hússins og rampur liggur upp að byggingunni. Á fyrstu hæð hússins er einnig lyfta sem gengur niður í sýningarsalinn Hvelfingu.