Litróf íslensku ullarinnar
Litróf íslensku ullarinnar
Vertu velkomin á opnun sýningarinnar 22. mars 17:00. Norræna húsið býður upp á léttar veitingar. Allir velkomnir.
Listakonan Astrid Skibsted verður viðstödd opnunina ásamt því sem hún býður upp á vinnustofu fyrir gesti. Ókeypis aðgangur!
Dagskrá
17:00 Opnun og veitingar
17:30 Listamannaspjall með Astrid Skibested
18:00 Vinnustofa þar sem kennt verður að vefja ullina.
Sýningin er samstarfsverkefni Ístex og textíl hönnuðarins Astrid Skibsted.
Markmið sýningarinnar er að sýna fjölbreytilega tóna og liti íslensku ullarinnar á hvetjandi hátt . Listakonan gerir það með einföldum vafningum af garni á tré sem mynda grafísk form. Formin minna helst á málverk sem íslendingum eru mjög kunnug. En listakonan er undir miklum áhrifum frá Louisu Matthíasdóttur og litríkri túlkun hennar á íslensku landslagi.
Um listamanninn
Astrid Skibsted er menntaður textílhönnuður og myndlistarmaður búsett í Árhúsum í Danmörku. Hún vinnur mikið með vefnað, textíl hönnun og innanhúshönnun fyrir auglýsingaskrifstofur auk þess sem hún starfar sjálfstætt sem listakona. Astrid hefur verið í nánaum tengslum við ísland í 14 ár þar sem hún er gift íslendingi.
Opnunartímar Norræna hússins á HönnunarMars
23.3 11:00-22:00
24.3 11:00-20:00
25.3 11:00 -17:00
26.3 11:00 – 17:00