Sýning um Línu langsokk


Lína langsokkur kveður

Sýningunni um Línu langsokk í barnadeild Norræna hússins lýkur nú um helgina, 28. febrúar.  Við tæmum fjársjóðinn hennar Línu og gefum hverjum gesti sem tekur þátt í getraun um hana, gullpening / súkkulaðipening úr fjársjóðstöskunni hennar, svo lengi sem fjársjóðurinn endist.

Sýningin var sett upp í október 2015 af Norræna húsinu í samvinnu við Sænska sendiráðið á Íslandi í tilefni af því að 70 ár voru liðin frá útgáfu af fyrstu bókinni um Línu langsokk eftir Astrid Lindgren.

Á sýningunni um Línu langsokk er hægt að máta Línu-búninga og hárkollur, svara getraun og fá gullpening, pússla, lita og teikna, lesa bækur um Línu, horfa á kvikmynd um Línu og bara njóta þess að vera í barnabókasafninu í Norræna húsinu.

Allir eru velkomnir og ókeypis aðgangur.  Opið á laugardag 27. febrúar og sunnudag 28. febrúar frá kl. 12-17.