Hyggestund með RIFF: Lína Langsokkur og pappamassa-smiðja!


13:00 - 15:00
Elissa Auditorium & Gróðurhús
Aðgangur ókeypis

Lína Langsokkur og pappamassa-smiðja!

UngRIFF barnakvikmyndahátíð bíður uppá sýningu á Línu Langsokk á íslensku
kl. 13:00 og pappamassa-smiðju í anda Línu í kjölfarið.

Það er takmarkað pláss á sýninguna og því best að mæta tímanlega til að tryggja sér sæti inni í salnum, fyrstur kemur fyrstur fær. Til þess að taka þátt í vinnusmiðjunni eftir sýninguna þarf að skrá sig sérstaklega á riff.is

UngRIFF býður börnum og unglingum upp á fjölbreytta kvikmyndadagskrá frá öllum heimshornum, með kvikmyndum sem venjulega eru ekki sýndar í íslenskum kvikmyndahúsum. Myndir sem fjalla um félagsleg, umhverfis- og æskulýðsmál vekja oft upp umræður eftir sýningar. UngRIFF vill að kvikmyndagerð sé bæði skemmtileg og fræðandi upplifun. Með því að leggja áherslu á kvikmyndagerð fyrir unga áhorfendur hefur RIFF skapað vettvang þar sem börn og unglingar geta kynnst krafti kvikmyndarinnar og vonandi fundið sína eigin rödd í heimi kvikmyndagerðar.

Aðgengi að gróðurhúsinu er því miður ekki mögulegt fyrir hjólastóla. Aðgengi í sjálfu Norræna húsinu er gott fyrir hjólastóla, frekari aðgengisupplýsingar má nálgast á heimasíðu okkar undir „opnunartímar og aðgengi“. 

 

Aðrir viðburðir